Sony Xperia SP - Samstilling við Microsoft® Exchange ActiveSync®

background image

Samstilling við Microsoft® Exchange ActiveSync®

Með Microsoft Exchange ActiveSync-reikningi getur þú opnað vinnupóstinn þinn,

dagbókarstefnumót og tengiliði í tækinu þínu. Eftir uppsetningu getur þú fundið

upplýsingar í Tölvupóstur, Dagbók og Tengiliðir forritunum.

Uppsetning á fyrirtækistölvupósti, dagbók og tengiliði

1

Á Heimaskjár pikkarðu á .

2

Pikkaðu á Stillingar > Bæta við reikningi > Exchange ActiveSync.

3

Sláðu inn fyrirtækisnetfangið þitt og lykilorð.

4

Pikkaðu á Næsta. Tækið byrjar að sækja upplýsingar um pósthólfið. Ef ferlið

rofnar skaltu hafa samband við kerfisstjóra fyrirtækisins varðandi frekari

upplýsingar, s.s. lénsheiti og slóð Exchange-þjóns.

5

Pikkaðu á Í lagi til að leyfa netþjóni fyrirtækisins að stjórna tækinu.

6

Veldu gögn sem þú vilt samstilla við tækið þitt, s.s. tengiliði og dagbókarfærslur.

7

Ef þú vilt geturðu gert tækisstjórnun virka til að gera fyrirtækisþjóninum kleift að

stjórna tilteknum öryggiseiginleikum tækisins. Til dæmis geturðu leyft

fyrirtækisþjóninum að stilla lykilorðareglur og stilla dulkóðun geymslu.

8

Þegar uppsetningunni er lokið skaltu slá inn heiti fyrir fyrirtækisreikninginn.

Til að breyta uppsetningu á vinnutölvupósti, dagbók og tengiliðum

1

Á Heimaskjár pikkarðu á .

2

Pikkaðu á Tölvupóstur og síðan á .

3

Pikkaðu á Stillingar og veldu fyrirtækjareikning.

4

Breyttu viðeigandi stillingum.

Til að stilla samstillingarmillibil fyrir fyrirtækjareikning

1

Á Heimaskjár pikkarðu á .

2

Pikkaðu á Tölvupóstur, pikkaðu síðan á .

3

Pikkaðu á Stillingar og veldu fyrirtækjareikning.

4

Pikkaðu á Athugunartíðni og veldu millibilsvalkost.

Fyrirtækjareikningur fjarlægður

1

Á Heimaskjár pikkarðu á .

2

Pikkaðu á Stillingar > Exchange ActiveSync, veldu síðan fyrirtækjareikning.

3

Pikkaðu á og síðan á Fjarlægja reikning.

4

Pikkaðu aftur á Fjarlægja reikning til að staðfesta.