Sony Xperia SP - Samsetning

background image

Samsetning

Baklokið fjarlægt

Settu þumalfingur í raufina á milli bakloksins og hliðar tækisins og notaðu svo

þumalinn til að lyfta lokinu upp.

8

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

background image

Til að setja inn micro SIM-kortið og minniskortið

Slökktu á tækinu og fjarlægðu baklokið, settu síðan minniskortið og micro SIM-

kortið í viðeigandi raufar.

Ekki er víst að minniskortið fylgi alls staðar með í kaupunum.

Tækið þitt þarf micro SIM-kort. Ef ósamhæft SIM-kort er sett í micro SIM-kortaraufina getur

kortið eða tækið þitt orðið fyrir skemmdum og Sony ábyrgist ekki neinar skemmdir sem hljótast

af ósamhæfum eða breyttum-SIM kortum.

Framlokið fest

1

Settu baklokið yfir bakhlið tækisins og ýttu svo efri hornunum niður svo þau

festist.

2

Ýttu hliðum loksins inn og byrjaðu efst. Það heyrast smellir í festingunum innan

á lokinu þegar það er fest á sinn stað.

Gagnsæ rönd með ljósi

Gagnsæja rönd símans lýsist upp þegar tiltekin forrit eru notuð, þegar símtal berst og

þegar vekjarinn hringir. Ljósið dofnar síðan eftir nokkrar sekúndur til að spara

rafhlöðuna.
Litur upplýstu randarinnar fer eftir því þema sem er í notkun. Þegar mynd er skoðuð í

Galleríinu fer liturinn eftir þeirri mynd sem verið er að skoða. Þegar tónlist er spiluð í

tónlistarspilaranum breytist liturinn í hvert sinn sem nýtt plötuumslag er birt. Hægt er

að stilla þessar ólíku ljósbrellur.

Ljósbrellur á tækinu stilltar

1

Á Heimaskjár pikkarðu á .

2

Pikkaðu á Stillingar > Skjár > Ljósaáhrif.

3

Veldu brellurnar sem þú vilt nota.

9

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.