Kveikt og slökkt á tækinu
Til að kveikja á tækinu
Gakktu úr skugga um að rafhlaðan hafi hlaðist í minnst 30 mínútur áður en kveikt er á tækinu í
fyrsta skipti.
1
Haltu rofanum inni þar til tækið titrar.
2
Ef skjárinn dekkist skaltu ýta stutt á rofann til að virkja skjáinn.
3
Sláðu inn PIN-númerið fyrir SIM-kortið, ef beðið er um það, og pikkaðu síðan á
.
4
Ef skjárinn er læstur seturðu fingurinn á skjáinn og strýkur upp eða niður til að
opna hann.
5
Bíddu augnablik þar til tækið ræsist.
PIN-númer SIM-kortsins er upprunalega veitt af símafyrirtæki þínu en þú getur breytt því
seinna í stillingarvalmyndinni. Til að leiðrétta villu þegar þú slærð inn PIN-númer SIM-kortsins,
pikkarðu á
.
Til að slökkva á tækinu
1
Haltu rofanum inni þar til valkostavalmyndin opnast.
2
Í valkostavalmyndinni pikkarðu á Slökkva.
3
Pikkaðu á Í lagi.
Nokkur tími getur liðið þar til slokknar alveg á tækinu.
Tækið þvingað til slökkva á sér
10
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.
1
Fjarlægðu bakhliðina.
2
Ýttu á og haltu niðri SLÖKKVA-takkanum með því að nota pennaodd eða álíka
hlut. Tækið mun slökkva sjálfkrafa á sér.
Ekki nota of hvassa hluti sem gætu skemmt SLÖKKVA-takkann.