Sony Xperia SP - Android™‎ – hvað og hvers vegna?

background image

Android™ – hvað og hvers vegna?

Xperia™ frá Sony keyrir á Android™ stýrikerfinu. Android™ tækin geta framkvæmt

margar af sömu aðgerðum og tölva og þú getur sniðið þau að eigin þörfum. Þú getur til

dæmis sett inn og eytt forritum eða breytt fyrirliggjandi forritum til að bæta virknina. Í

Google Play™ getur þú sótt fjölda forrita og leikja úr stöðugt stækkandi safni. Einnig

getur þú samþætt forrit í Android™ tækinu þínu við önnur forrit og við þjónustur sem

þú notar á netinu. Til dæmis getur þú tekið öryggisafrit af tengiliðunum þínum, opnað

mismunandi pósthólf og dagbækur á einum stað, haft yfirsýn yfir stefnumót og tengst

netsamfélögum.
Android™ tækin eru í stöðugri þróun. Þegar nýr hugbúnaður er í boði og tækið styður

þennan nýja hugbúnað getur þú uppfært tækið til að sækja nýja eiginleika og nýjustu

uppfærslur.

Android™ tækið er með Google™ þjónustur uppsettar. Til að ná því mesta úr Google™

þjónustunum sem fylgja ættir þú að hafa Google™ reikning og skrá þig inn á hann þegar þú

ræsir tækið þitt í fyrsta skipti. Internetaðgangur er einnig forsenda notkunar margra eiginleika í

Android™.

Ekki er víst að allar nýjar hugbúnaðaruppfærslur sé samhæfðar öllum tækjum.