Sony Xperia SP - Stillingar myndupptökuvélar

background image

Stillingar myndupptökuvélar

Til að stilla stillingar upptökuvélarinnar

1

Kveiktu á myndavélinni.

2

Pikkaðu á eitt af stillingartáknunum á skjánum.

3

Pikkaðu á til að birta allar stillingar.

4

Veldu stillinguna sem þú vilt breyta, breyttu henni síðan.

Yfirlit yfir stillingar myndupptökuvélar

Myndskeiðsupplausn

Stærð myndskeiðs stillt fyrir mismunandi snið.

Fullt HD

1980×1080(16:9)

Fullt HD (fullt háskerpu) snið með 16:9 myndhlutfalli. 1980x1080 pixlar.

Háskerpa

1280×720(16:9)

HD (háskerpu) snið með 16:9 myndhlutfalli. 1280×720 pixlar.

Margmiðlunarskilaboð

Taktu upp myndskeið sem henta til að senda í margmiðlunarskilaboðum. Upptökutími þessa myndsniðs er

takmarkaður til að það passi í margmiðlunarskilaboð.

Þessi stilling er einungis í boði í tökustillingunni Handvirkt .

Sjálfvirk tímastilling

Með tímastillinum er hægt að taka upp myndskeið án þess að halda á tækinu. Notaðu

þennan eiginleika til að taka upp myndskeið af hóp þar sem allir geta verið á

myndskeiðinu. Þú getur einnig notað tímastilli til að koma í veg fyrir að myndavélin

hristist við upptöku myndskeiða.

Kveikt (10 sek.)

Veldu 10 sekúndna bið frá því að pikkað er á myndavélarskjáinn þar til að myndskeið er tekið upp.

Kveikt (2 sek.)

Veldu 2 sekúndna bið frá því að pikkað er á myndavélarskjáinn þar til að myndskeið er tekið upp.

Slökkt

Myndupptakan hefst um leið og þú pikkar á myndavélarskjáinn.

Fókusstilling

Fókusstillingar stýra því hvaða hluti myndskeiðsins er skarpur. Þegar kveikt er á

samfelldum sjálfvirkum fókus stillir myndavélin stöðugt fókus til að svæðið innan hvíta

fókusrammans haldi skerpu sinni.

Stakur sjálfv. fókus

Myndavélin stillir sjálfkrafa fókus á valið myndefni. Kveikt á samfelldum sjálfvirkum fókus.

Andlitsgreining

Myndavélin nemur sjálfkrafa allt að fimm mannsandlit og birtist rammi utan um þau í myndglugganum.

Myndavélin stillir sjálfkrafa fókus á andlitið sem er næst. Einnig er hægt að velja hvaða andlit á að stilla

fókus á með því að pikka á það á skjánum. Þegar þú pikkar á myndavélarskjáinn sýnir gulur rammi hvaða

andlit er valið og í fókus. Ekki er hægt að nota andlitsgreiningu í öllum umhverfisstillingum. Kveikt á

samfelldum sjálfvirkum fókus.

Eltifókus á myndefni

Þegar þú velur hlut með því að snerta hann í myndglugganum fylgir myndavélin honum fyrir þig.

Þessi stilling er einungis í boði í tökustillingunni Handvirkt .

71

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

background image

Mæling

Þessi eiginleiki ákvarðar sjálfkrafa rétta lýsingu með því að mæla magn ljóssins í

mynd sem á að taka.

Miðjun

Stillir lýsingu á miðju myndarinnar.

Meðaltal

Reiknar út lýsingu samkvæmt magni ljóssins á allri myndinni.

Punktur

Stillir lýsingu á mjög litlum hluta myndarinnar sem á að taka.

Þessi stilling er einungis í boði í tökustillingunni Handvirkt .

Hljóðnemi

Veldu hvort taka á upp hljóð þegar myndskeið eru tekin upp.

Flass

Notaðu ljósið til að taka upp myndskeið þegar lýsing er léleg eða þegar baklýsing er til

staðar. Myndupptökuflasstáknið er bara tiltækt á myndupptökuvélarskjánum.

Athugið að stundum geta myndgæðin verið betri án ljóssins, jafnvel þótt lýsingin sé

léleg.

Kveikt

Slökkt

72

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.