Sony Xperia SP - Almennar myndavélarstillingar

background image

Almennar myndavélarstillingar

Yfirlit yfir tökustillingar

Öflugri sjálfvirkni

Hagræddu stillingunum þínum til að passa við umhverfið.

Handvirkt

Breyttu stillingum myndavélarinnar handvirkt.

Myndhrif

Settu áhrif á myndir.

Víðmynd

Notaðu þessa stillingu til að taka breiðar víðmyndir. Ýttu bara á myndavélartakkann og færðu

myndavélina stöðugt frá einni hlið yfir á hina.

Flýtiræsing

Notaðu flýtiræsingarstillingar til að ræsa myndavélina þegar skjárinn er læstur.

Einungis ræsa

Þegar kveikt er á þessari stillingu getur þú ræst myndavélina þegar skjárinn er læstur með því að ýta á

myndavélarhnappinn og halda honum inni.

Ræsa og smella af

Þegar kveikt er á þessari stillingu getur þú ræst myndavélina og tekið mynd sjálfkrafa þegar skjárinn er

læstur með því að ýta á myndavélarhnappinn og halda honum inni.

Ræsa og taka upp myndskeið

Þegar kveikt er á þessari stillingu getur þú ræst myndavélina og farið að taka upp myndskeið þegar

skjárinn er læstur með því að ýta á myndavélarhnappinn og halda honum inni.

Slökkt

Hnitamerking

Merktu myndir með upplýsingum um hvar þær voru teknar.

67

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

background image

Snertimyndataka

Veldu fókussvæði með því að snerta myndavélarskjáinn með fingrinum. Myndin er

tekin um leið og þú tekur fingurinn af. Þessi stilling er aðeins tiltæk þegar snertifókus

er valinn.

Lokarahljóð

Veldu að kveikja eða slökkva á lokarahljóði þegar þú tekur upp myndskeið.

Gagnageymsla

Þú getur valið að vista gögnin þín annað hvort á færanlegt SD-kort eða yfir í innri

geymslu tækisins.

Innri geymsla

Myndir eða myndskeið eru vistuð á minni tækisins.

SD-kort

Myndir eða myndskeið eru vistuð á SD-kort.

Hvítjöfnun

Stillir litajafnvægið í samræmi við birtuskilyrðin. Táknið fyrir hvítjöfnunarstillinguna er

tiltækt á myndavélarskjánum.

Sjálfvirk

Stillir litajafnvægið sjálfkrafa til að passa við birtuskilyrðin.

Ljósapera

Stillir litajafnvægi fyrir hlýja birtu, eins og í lýsingu frá ljósaperum.

Flúrljós

Stillir litajafnvægið að flúrlýsingu.

Dagsbirta

Stillir litajafnvægið fyrir sólskin utandyra.

Skýjað

Stillir litajafnvægið að skýjuðu veðri.

Þessi stilling er einungis í boði í tökustillingunni Handvirkt .