Sony Xperia SP - Stillingar fyrir internet og skeyti

background image

Stillingar fyrir internet og skeyti

Þú verður að vera með gagnatengingu og réttu stillingarnar, svonefndar APN-stillingar,

til að komast á internetið og senda margmiðlunarskeyti. APN finnur net sem tækið

getur tengst.
Þú getur yfirleitt sótt internet- og skilaboðastillingar þegar þú setur upp tækið í fyrsta

sinn með SIM-korti. Stundum eru stillingarnar foruppsettar. Ef ekki getur þú sótt

stillingarnar eða bætt þeim við handvirkt. Hafðu samband við símafyrirtækið til að fá

nánari upplýsingar um internet- og skilaboðastillingar.

Ef þú kemst ekki á internetið, vantar gagnatengingu eða getur ekki sent eða tekið við

margmiðlunarskilaboðum skaltu prófa að eyða öllum internet- og skilaboðastillingum og bæta

þeim við aftur.

Stillingar fyrir net og skeyti sóttar

1

Á Heimaskjár pikkarðu á .

2

Finndu og pikkaðu á Stillingar > Xperia™ > Niðurhal stillinga.

3

Pikkaðu á Samþykkja.

Sjálfgefnar internetstillingar endurstilltar

1

Dragðu stöðustikuna niður á við og pikkaðu svo á .

2

Pikkaðu á Meira... > Farsímakerfi.

3

Pikkaðu á Heiti aðgangsstaða og síðan á .

4

Pikkaðu á Stilla á sjálfgefið.

Heiti aðgangsstaða (APNs)

APN er notað til að koma á gagnatengingum milli tækisins og internetsins. APN

tilgreinir hvaða tegund IP-tölu á að nota, hvaða öryggisaðferðir á að skírskota til og

hvaða fasta endatengingu á að nota. Athugaðu hvort APN sé nothæf þegar þú getur

ekki fengið aðgang að internetinu, hefur enga gagnatenginu eða getur ekki sent eða

fengið margmiðlunarskilaboð.

Núverandi APN skoðað

1

Á Heimaskjár pikkarðu á .

2

Finndu og pikkaðu á Stillingar > Meira... > Farsímakerfi.

3

Pikkaðu á Heiti aðgangsstaða.

Ef þú ert með nokkrar tiltækar tengingar, verður gefið til kynna með merktum hnappi.

Til að bæta internetstillingum handvirkt inn

1

Á Heimaskjár pikkarðu á .

2

Finndu og pikkaðu á Stillingar > Meira... > Farsímakerfi.

3

Pikkaðu á Heiti aðgangsstaða > .

4

Pikkaðu á Nafn og sláðu inn heiti kerfissniðsins sem þú vilt búa til.

5

Pikkaðu á APN: og sláðu inn nafn aðgangsstaðarins.

6

Sláðu inn allar aðrar upplýsingar sem símafyrirtækið biður um.

7

Þegar því er lokið pikkarðu á og síðan á Vista.

Notkunarupplýsingar

Með gæðin að leiðarljósi safnar Sony Mobile ónafngreindum gallaskrám og

tölfræðilegum upplýsingum varðandi tækið þitt. Engar af þessum upplýsingum

innihalda persónuleg gögn.

Sending notkunarupplýsinga heimiluð

1

Á Heimaskjár pikkarðu á .

2

Finndu og pikkaðu á Stillingar > Xperia™ > Notkunarupplýsingar.

3

Merktu við Senda notkunarupplýs. gátreitinn ef hann er ekki merktur.

4

Pikkaðu á Í lagi.

33

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.