Sony Xperia SP - Rafhlaða

background image

Rafhlaða

Tækið þitt er með fasta rafhlöðu.

Rafhlaðan hlaðin

Rafhlaða tækisins er hlaðin að hluta þegar tækið er keypt. Það getur tekið nokkrar

mínútur áður en rafhlöðutáknið birtist á skjánum þegar þú tengir snúru

hleðslutækisins við orkugjafa, eins og USB-op eða hleðslutæki. Þú getur notað tækið

meðan á hleðslu stendur. Það veldur hvorki skemmdum á tækinu né rafhlöðunni að

hlaða tækið lengi í einu, t.d. yfir nótt.

Tækið hlaðið

15

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

background image

1

Stingdu hleðslutækinu í rafmagnsinnstungu.

2

Stingdu öðrum enda USB-snúrunnar í samband við hleðslutækið (eða USB-

tengið á tölvunni).

3

Stingdu hinum enda snúrunnar í samband við micro USB-tengið á tækinu og

láttu USB-táknið snúa upp. Tilkynningaljósið logar þegar hleðsla hefst.

4

Þegar tækið er fullhlaðið skaltu taka snúruna úr sambandi við símann með því

að toga hana beint út. Gættu þess að beygla ekki tengið.

Notaðu hleðslutækið og USB-snúruna sem fylgdu með tækinu til að tryggja hraðari hleðslu. Ef

rafhlaðan var alveg tæmd gætu liðið nokkrar mínútur áður en kviknar á tilkynningaljósinu og

hleðslutáknið birtist.

Tilkynningaljós fyrir hleðslustöðu rafhlöðu

Grænt

Hleðsluvísir rafhlöðu sýnir meira en 90%

Blikkandi rautt

Rafhlaðan er að tæmast

Appelsínugult

Rafhlaðan er í hleðslu og rafhlöðuvísirinn sýnir minna en 90%

Til að athuga hleðslustöðu rafhlöðunnar

1

Á Heimaskjár pikkarðu á .

2

Finndu og pikkaðu á Stillingar > Um símann > Staða > Hleðsla rafhlöðu.

Bæta afköst rafhlöðunnar

Þú getur notað eftirfarandi aðferðir til að bæta afköst rafhlöðunnar:

Hladdu tækið oft. Það hefur ekki áhrif á endingartíma rafhlöðunnar.

Niðurhal af internetinu krefst orku. Þegar þú ert ekki að nota internetið geturðu sparað

orku með því að loka öllum gagnatengingum á farsímakerfum. Þessi stilling kemur

ekki í veg fyrir að tækið flytji gögn á öðrum þráðlausum netum.

Slökktu á Bluetooth® og Wi-Fi® tengingum þegar þú þarft ekki þessa eiginleika. Þú

getur kveikt og slökkt á þeim á auðveldan hátt frá tilkynningasvæðinu með því að

draga stöðustikuna niður.

Notaðu STAMINA-stilling og Sparstilling eiginleikana til að draga úr rafhlöðunotkun.

Þú getur valið þá orkusparnaðarstillingu sem best samræmist tækjanotkuninni þinni.

Þú getur líka sérsniðið stillingar fyrir hverja orkusparnaðarstillingar.

Stilltu samstillingarforritin þín (sem eru notuð til að samstilla tölvupóstinn, dagbókina

og tengiliðina), til að samstilla handvirkt. Einnig er hægt að samstilla sjálfvirkt, en

minnka þarf tíðni samstillinga.

Athugaðu notendavalmynd rafhlöðunnar í tækinu til að sjá hvaða forrit notar mestu

orkuna. Rafhlaðan þín notar meiri orku þegar þú notar myndskeið og

tónlistarstraumspilunforrit eins og YouTube™. Sum forrit sem sótt eru frá Google

Play™ kunna einnig að nota meiri orku.

Lokaðu og farðu úr forritunum sem þú notar ekki.

Minnkaðu birtustig skjásins.

Slökktu á tækinu eða virkjaðu Flugstilling stillingu ef þú ert á svæði þar sem

símkerfistenging er ekki til staðar. Annars leitar tækið sífellt að símkerfi, slíkt notar

orku.

Hlustaðu á tónlist í handfrjálsu tæki frá Sony™. Handfrjáls búnaður krefst minni

rafhlöðuorku en hátalarar tækisins.

Hafðu tækið í biðstöðu þegar það er mögulegt. Biðtími á við um tímann meðan tækið

er tengt við símkerfi og er ekki notað.

Slökktu á live-veggfóðri.

Til að opna valmyndina fyrir notkun rafhlöðunnar

1

Á Heimaskjár pikkarðu á .

2

Finndu og pikkaðu á Stillingar > Orkustjórnun > Rafhlöðunotkun.

STAMINA-stilling notuð

Virkjaðu STAMINA-stilling eiginleikann til að gera hlé á Wi-Fi® tengingunni,

gagnaumferð og nokkrum forritum sem nota orku þegar skjárinn er óvirkur. Þegar

16

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

background image

STAMINA-stillingin er virk getur þú samt tekið við símtölum, textum og

margmiðlunarskilaboðum. Þú getur einnig sett forritalista upp til að leyfa sumum

forritum að keyra þegar skjárinn er óvirkur. Þegar skjárinn verður virkur aftur halda allir

valkostirnir áfram sem hlé var gert á.

STAMINA-stilling virkt

1

Dragðu stöðustikuna niður á við og pikkaðu svo á .

2

Finndu og pikkaðu á Orkustjórnun.

3

Dragðu sleðann við hliðina á STAMINA-stilling til hægri, pikkaðu síðan á Virkja.

birtist í stöðustikunni þegar kveikt er á STAMINA-stillingu.

STAMINA-stilling gerð óvirk

1

Á Heimaskjár pikkarðu á .

2

Finndu og pikkaðu á Stillingar > Orkustjórnun.

3

Pikkaðu á við hliðina á STAMINA-stilling.

Til að breyta stillingum fyrir STAMINA-stillingu

1

Á Heimaskjár pikkarðu á .

2

Finndu og pikkaðu á Stillingar > Orkustjórnun.

3

Til að opna stillingarvalmyndina pikkarðu á STAMINA-stilling.

4

Bættu við eða fjarlægðu forritin, eins og óskað er eftir.

5

Þegar því er lokið pikkarðu á Lokið.

Áætlaður biðtími í tækinu þínu

Um biðtíma er átt við fjöldi tíma sem rafhlaðan endist þegar tækið þitt er tengt við

símkerfi en er ekki í notkun, til dæmis, hringt er í eða úr tækinu. STAMINA-stilling,

þegar hún er virk, metur stöðugt biðstöðuna sem eftir er, sem getur verið mismunandi

eftir því hvernig þú notar tækið. STAMINA-stilling er virkari með því að lengja biðtíma

ef þú hefur skjáinn læstan á tækinu þínu. Ef þú læsir sjaldan skjánum, getur verið að

þú sjáir ekki að rafhlöðugetan bætist.

Þegar þú notar tækið í fyrsta sinn, getur verið að áætlaður biðtími sé ekki nákvæmur þar sem

engin saga er fyrir til að áætla hann út frá.

Til að skoða áætlaðan biðtíma

1

Á Heimaskjár pikkarðu á .

2

Finndu og pikkaðu á Stillingar > Orkustjórnun.

Notkun hálf tómra rafhlöðustillingar

Þú getur virkt Sparstilling eiginleikann til að spara orku þegar rafhlaðan er hálf tóm.

Þessi eiginleiki hjálpar þér að stilla stillingar fyrir birtustig skjásins, gagnaumferð og

titringsvalkostsins þannig að þú getur minnkað rafhlöðunotkunina.

Hálf tóm rafhlöðustilling virkjuð

1

Á Heimaskjár pikkarðu á .

2

Finndu og pikkaðu á Stillingar > Orkustjórnun.

3

Pikkaðu á við hliðina á Sparstilling og síðan á Virkja.

Hálf tóm rafhlöðustilling gerð óvirk

1

Á Heimaskjár pikkarðu á .

2

Finndu og pikkaðu á Stillingar > Orkustjórnun.

3

Pikkaðu á við hliðina á Sparstilling.

Til að breyta stillingum fyrir hálf tóm rafhlöðustillingu

1

Á Heimaskjár pikkarðu á .

2

Finndu og pikkaðu á Stillingar > Orkustjórnun.

3

Til að opna stillingarvalmyndina pikkarðu á Sparstilling.

4

Stilltu stillingar eins og óskað er eftir.

5

Þegar því er lokið pikkarðu á .

17

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.